NÝJASTA VERKEFNIÐ
Nýjar íbúðir við Hlíðarhorn
Hlíðarhorn í 102 Reykjavík er nýjasta og stærsta verkefnið okkar: 195 vandaðar íbúðir í 10 samtengdum byggingum á frábærum stað í miðborg Reykjavíkur. Sala fyrstu íbúðanna hófst síðla árs 2024 og áætlað er að síðasta áfanga verði lokið um mitt ár 2026.

195
fallegar íbúðir, 50-140m² að stærð
30
glæsilegar þakíbúðir með einstöku útsýni
29
íbúðir sérstaklega ætlaðar 50 ára og eldri
FJÓRAR LEIÐIR Í ÖRUGGT HÚSNÆÐI
Kaup – búseturéttur – sameign – leiga
Til að auðvelda fólki að komast í öruggt og vandað húsnæði höfum við þróað þrjár leiðir til viðbótar við hefðbundin fasteignakaup. Búseturéttur er í boði í hluta íbúðanna í Hlíðarhorni: þú kaupir 15-40% búseturétt og getur keypt íbúðina að fullu ef og þegar þér hentar. Sameignarlausn er einnig í boði: Þá eigum við hlut í íbúðinni til að auðvelda þér að fjármagna kaupin. Einnig er hluti íbúðanna í boði til leigu í lengri eða skemmri tíma.
HAGKVÆMAR ÍBÚÐIR FYRIR KRÖFUHART FÓLK
Við byggjum vandað íbúðarhúsnæði á besta stað í borginni
Markmið okkar er að þjóna kröfuhörðum kaupendum sem vilja fallegar, rúmgóðar og vel skipulagðar íbúðir á samkeppnishæfu verði. Við viljum að fyrsta flokks hönnun og vönduð vinnubrögð skili sér til kaupandans sem góð fjárfesting.
Búseturéttur er hentugur kostur fyrir fólk á öllum aldri og þeir sveigjanlegu samningar sem við bjóðum gefa kost á umtalsverðri fjárfestingu og eignamyndun, hóflegu mánaðargjaldi og frábærri íbúð á besta stað í Reykjavík.
Hafðu samband beint við okkur og fáðu frekari upplýsingar um þær íbúðir sem eru í boði hverju sinni, almennt um fyrirkomulag búseturéttar eða bara til að bóka skoðun á íbúð og við finnum í sameiningu hvaða leið hentar þér best.

Sameignarfyrirkomulagið er nýjung á íslenskum fasteignamarkaði en sótt í fyrirmyndir á Norðurlöndum. Lausnin felst í að þú fjármagnar einungis 75% af kaupverðinu á nýrri og vandaðri íbúð en S8 á 25% hlut í henni með þér. Þú mátt kaupa okkar hlut hvenær sem er og eignast íbúðina að fullu.
Við bjóðum sérlega hagkvæman samning þar sem þú greiðir enga leigu fyrstu 3 árin og mjög hófstillta leigu af 25% hluta S8 eftir það. Leigan er gerð upp í lok samningstímans eða þegar íbúðin er seld.

Leigusamingar til lengri eða skemmri tíma
Markmið okkar er að þjóna kröfuhörðum einstaklingum sem vilja nýjar, vandaðar og vel skipulagðar íbúðir á besta stað í bænum. Með það fyrir augum bjóðum við nú einnig fjölbreytt úrval af einstaklega vönduðum íbúðum til leigu í Hlíðarhorni, á frábærum stað í miðborginni.
Ef þú vilt búa í nýrri og glæsilegri íbúð miðsvæðis en ert ekki í kauphugleiðingum þá er þessi lausn fyrir þig. Íbúðirnar eru hannaðar af kostgæfni þar sem hvert smáatriði er rýnt og hvergi til sparað. Þær eru margar fullbúnar nú þegar og tilbúnar til afhendingar. Á hlidarhorn.is getur þú skoðað allar íbúðir hjá okkur.
Hafðu samband beint við okkur og fáðu frekari upplýsingar um fyrirkomulag leigu eða til að bóka skoðun á íbúð og við finnum í sameiningu hvaða leið hentar þér.
VÖNDUÐ EFNI OG ÞAULHUGSUÐ HÖNNUN
Nýjungar á íslenskum markaði
Við leggjum ríka áherslu á vandaða og vel hugsaða hönnun, fyrsta flokks frágang og vel valin efni og tæki. Við leitumst ávallt við að sameina hagkvæmni, útlit og notagildi þannig að kaupandinn fái fallega og þægilega íbúð sem endist um ókomna tíð með lágmarks viðhaldi. Mariner blöndunartækin frá Ítalíu eru nýjung á Íslandi – frábærlega hönnuð, vönduð og margverðlaunuð.
<b>Umhverfisvænar lausnir</b> eru í forgangi í öllum verkefnum S8. Við leggjum áherslu á góða umgengni á byggingarstað, veljum umhverfisvæn efni og umhverfisvottaða birgja þegar kostur er.
<b>Traust afhending</b> er lykilatriði í öllum byggingarverkefnum. Við stöndum við verkáætlanir og upplýsum viðskiptavini jafnóðum um hvers kyns breytingar sem geta orðið á byggingartíma.
<b>Vönduð hönnun.</b> Við veljum framúrskarandi arkitekta og verkfræðinga til að starfa með okkur í fasteignaverkefnum. Góð hönnun er undirstaða góðrar útkomu.
<b>Örugg rafræn viðskipti.</b> S8 er í fararbroddi í þróun rafrænna lausna sem gera fasteignaviðskipti einfaldari, þægilegri, hagkvæmari og öruggari. Lausnir sem við höfum átt þátt í að þróa - eCasa, eSigna og eBuild - eru frábærar nýjungar á fasteignamarkaðnum.